Lionel Messi fyrirliði Barcelona ætlar að kæra spænska miðilinn El Mundo fyrir að hafa lekið samning hans.
Messi sem hefur verið besti leikmaður Barcelona síðasta áratug á von á nýjum samning á dögunum en þeim gamla var lekið á netið og í blöðin af fréttamiðlinum El Mundo og er Messi ekki sáttur.
Samningurinn er risastór og er hægt að sjá hann hér fyrir neðan en núverandi samningur hans rennur út í lok tímabils en hann hefur verið orðaður við Manchester City og PSG en það eru líklegast einu liðin sem eiga efni á þjónustu leikmannsins.
Vitað var að Messi væri að þéna mikið en ekki var vitað að upphæðin væri svona há en síðan að hann skrifaði undir samninginn árið 2017 hefur hann þénað um 500 milljónir evra sem jafngildir um 80 milljörðum íslenskra króna.
Lögfræði teymi Messi vinnur nú í því að höfða máli til El Mundo en nú þegar hefur Barcelona gefið út að þeir hafi ekkert að gera með lekann.
El Mundo today, what a bomb. Leo Messi’s contract with Barcelona revealed on front page 🔴👇🏻 @elmundoes
– €555,237,619 contract [4 years].
– €138m per season fixed + variables.
– €115,225,000 as ‘renewal fee’ just for accepting the contract.
– €77,929,955 loyalty bonus. pic.twitter.com/FK3I34hJta
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 31, 2021