fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
433Sport

Marcus Rashford opnar sig – Varð fyrir grófum rasisma eftir viðureign Manchester gegn Arsenal

Alexander Máni Curtis
Sunnudaginn 31. janúar 2021 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marcus Rashford leikmaður Manchester United varð fyrir hrottalegum rasisma á netinu eftir viðureign liðsins gegn Arsenal og er ekki fyrsti leikmaður United sem verður fyrir rasisma á netinu.

Axel Tuanzebe leikmaður United varð fyrir hrottalegum rasisma eftir viðureign United gegn Sheffield en þar gerði hann sig sekan um að eiga þátt í seinna marki Sheffield sem tryggði þeim sterkan sigur á Old Trafford, einnig varð Anthony Martial fyrir viðurstyggilegum rasisma þar sem honum og fjölskyldu hans voru hótað lífláti og er nú Rashford nýjasta fórnarlamb net-rasisma.

Rashford sem hefur verið magnaður innan og utan vallar síðasta árið en hann er virtur af nánast öllum stuðningsmönnum og fótboltaliðum heims fyrir átak sitt, átak hans berst fyrir því að öll börn fái mat og hefur hann sjálfur verið í því að keyra út mat til barna sem minna eiga sín í frítíma sínum.

Ljót orð voru skrifuð á samfélagsmiðla leikmannsins en hann svaraði fyrir sig og ætlar ekki að láta þá sem vilja brjóta niður aðra ná til sín og ætlar sér að vera stærri aðilinn.

Þjálfarar deildarinnar eru líka að standa saman og vilja að eitthvað sé gert í málinu og þola ekki að horfa upp á leikmenn sína verða fyrir stanslausu áreiti vegna húðlitar þeirra.

Knattspyrnusamband Englands er að koma af stað átaki í samstarfi við lögreglu til að finna einstaklingana á bak við orðin en nú þegar hefur einn verið tekinn í yfirheyrslu en það var varðandi mál sem höfðaði til Reece James varnarmanni Chelsea.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sá umdeildi var ekki mættur á æfingu á föstudag – Ástæðan var persónuleg

Sá umdeildi var ekki mættur á æfingu á föstudag – Ástæðan var persónuleg
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Guardiola biður leikmann City afsökunar: ,,Ástæðan er ekki persónuleg“

Guardiola biður leikmann City afsökunar: ,,Ástæðan er ekki persónuleg“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Aron opnar sig um brottrekstur Arnars: Fann til mikillar ábyrgðar – „Einhver deyfð yfir þessu“

Aron opnar sig um brottrekstur Arnars: Fann til mikillar ábyrgðar – „Einhver deyfð yfir þessu“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
433Sport
Í gær

Real Madrid enn á eftir Saliba – Þyrftu að borga ótrúlegar upphæðir

Real Madrid enn á eftir Saliba – Þyrftu að borga ótrúlegar upphæðir
433Sport
Í gær

Horfðu á Íþróttavikuna þar sem Aron Jó er gestur – Vonbrigðin í fyrra gerð upp og horft fram veginn

Horfðu á Íþróttavikuna þar sem Aron Jó er gestur – Vonbrigðin í fyrra gerð upp og horft fram veginn
433Sport
Í gær

Tvöfaldur sigur hjá Bournemouth í janúar

Tvöfaldur sigur hjá Bournemouth í janúar
433Sport
Í gær

Amorim útskýrir af hverju hann vildi ekki starfa með Nistelrooy

Amorim útskýrir af hverju hann vildi ekki starfa með Nistelrooy