Marcus Rashford leikmaður Manchester United varð fyrir hrottalegum rasisma á netinu eftir viðureign liðsins gegn Arsenal og er ekki fyrsti leikmaður United sem verður fyrir rasisma á netinu.
Axel Tuanzebe leikmaður United varð fyrir hrottalegum rasisma eftir viðureign United gegn Sheffield en þar gerði hann sig sekan um að eiga þátt í seinna marki Sheffield sem tryggði þeim sterkan sigur á Old Trafford, einnig varð Anthony Martial fyrir viðurstyggilegum rasisma þar sem honum og fjölskyldu hans voru hótað lífláti og er nú Rashford nýjasta fórnarlamb net-rasisma.
Rashford sem hefur verið magnaður innan og utan vallar síðasta árið en hann er virtur af nánast öllum stuðningsmönnum og fótboltaliðum heims fyrir átak sitt, átak hans berst fyrir því að öll börn fái mat og hefur hann sjálfur verið í því að keyra út mat til barna sem minna eiga sín í frítíma sínum.
Ljót orð voru skrifuð á samfélagsmiðla leikmannsins en hann svaraði fyrir sig og ætlar ekki að láta þá sem vilja brjóta niður aðra ná til sín og ætlar sér að vera stærri aðilinn.
Þjálfarar deildarinnar eru líka að standa saman og vilja að eitthvað sé gert í málinu og þola ekki að horfa upp á leikmenn sína verða fyrir stanslausu áreiti vegna húðlitar þeirra.
Knattspyrnusamband Englands er að koma af stað átaki í samstarfi við lögreglu til að finna einstaklingana á bak við orðin en nú þegar hefur einn verið tekinn í yfirheyrslu en það var varðandi mál sem höfðaði til Reece James varnarmanni Chelsea.
Humanity and social media at its worst. Yes I’m a black man and I live every day proud that I am. No one, or no one comment, is going to make me feel any different. So sorry if you were looking for a strong reaction, you’re just simply not going to get it here 👊🏾
— Marcus Rashford MBE (@MarcusRashford) January 30, 2021