West Ham tók á móti englandsmeisturum Liverpool á London Stadium en leikurinn endaði rétt í þessu.
Fyrri hálfleikur var tiltölulega rólegur og markalaus en bæði lið sóttu þó talsvert en boltinn ætlaði ekki inn, það var svo Mohamed Salah sem skoraði fyrsta mark Liverpool á 57. mínútu og staðan 0-1, hann var svo aftur á ferðinni á 68. mínútu.
Wijnaldum skoraði svo þriðja mark Liverpool á 84. mínútu eftir stoðsendingu frá Roberto Firmino, Craig Dawson klóraði í bakkann fyrir heimamenn en það dugði ekki og lokatölur 1-3 fyrir Liverpool sem fer upp í 3. sæti deildarinnar á kostnað Leicester sem fellur niður í það fjórða á kostnað West Ham.
Næsti leikur hefst klukkan 19.15 en þá mætast Brigthon og Tottenham á The American Express Community Stadium.