Liverpool virðist vera að næla sér í Ben Davies varnarmann Preston North End en liðið leikur í Championship deildinni en frá þessu greinir Paul Joyce.
Ben Davies var nálægt því að gangast til liðs við Celtic í sumar en þau félagsskipti brotnuðu niður og er hann nú að öllum líkindum að gangast til liðs við Liverpool fyrir 2 milljónir punda.
Liverpool hefur átt erfitt með meiðsli á þessu tímabili og sérstaklega í öftustu línu en þeir Virgil Van Dijk, Joe Gomez, Joel Matip og Fabinho eru á meiðslalistanum og þarf liðið sárlega á miðverði að halda.
Sepp van den Berg varnarmaður Liverpool mun fylla í skarð Davies hjá Preston en hann fer þangað á láni út tímabilið.
Liverpool have now agreed a fee in the region of £2m with Preston for Ben Davies. Sepp van den Berg moving on loan.
— paul joyce (@_pauljoyce) January 31, 2021