Jürgen Klopp þjálfari Liverpool segir að það sé ekki séns að Fabinho spili með liðinu gegn West Ham.
Fabinho sem missti af 3-1 sigri Liverpool gegn Tottenham á dögunum en hann verður heldur ekki í leikmanna hóp liðsins fyrir viðureignina gegn West Ham en hann er að glíma við meiðsli.
Joel Matip miðvörður Liverpool meiddist í leiknum gegn Tottenham svo verður áhugavert hvernig Klopp stilli upp varnarlínunni en Jordan Henderson fyrirliði Liverpool hefur verið að fylla í skarðið.
Liverpool eru taldir líklegir til þess að rífa upp budduna eða sækjast eftir því að fá Aron Long varnarmann New York Redbulls en meiðslalisti Liverpool er orðinn ansi langur.