Arsenal og Manchester United mættust í bragðdaufum leik í ensku úrvalsdeildinni í gær en hann endaði með 0-0 jafntefli.
Troopz sem áður var andlit AFTV en í dag stjórnar hann hlaðvarpi, Troopz er virkur að tjá sig um Arsenal á Twitter reikning sínum og hefur tekið það skýrt fram að Willian sé ekki í miklu uppáhaldi.
Willian kom inn á fyrir Martinelli á 46. mínútu og var ekki sannfærandi en hann klúðraði þó nokkrum færum sem hefðu getað tryggt Arsenal öll stigin.
Þegar að Willian var skipt inn á í gær var Troopz handviss um að liðið væri nú manni færri gegn sterku liði United og birti nokkrar hatursræður í garð leikmannsins á Twitter aðgangi sínum en þær er hægt að sjá hér fyrir neðan.
FUCKIN’ WILLIAN pic.twitter.com/vVsBnmy9bd
— Back Again With Troopz Podcast (@backagain) January 30, 2021
Willian on for Martinelli….
“We’re down to ten men. We’re done” pic.twitter.com/RuNgNQryvV
— Back Again With Troopz Podcast (@backagain) January 30, 2021