Chelsea og Burnley mættust á Stamford Bridge í dag en leikurinn kláraðist rétt í þessu og fyrsti sigur Thomas Tuchel kominn sem stjóri Chelsea.
Leikurinn byrjaði rólega en Chelsea komst 1-0 yfir á 40. mínútu eftir mark frá Cesar Azpilicueta og staðan 1-0 í hálfleik.
Marcos Alonso gulltryggði svo 2-0 sigur Chelsea með glæsilegu marki á 84. mínútu en þá tók hann á móti boltanum á lofti hélt honum uppi og þrumaði boltanum framhjá Nick Pope í marki Burnley.
Með sigrinum fer Chelsea upp í 7. sæti deildarinnar en liðið var í því tíunda fyrir leikinn, Burnley siglir lignan sjó í neðri hluta deildarinnar átta stigum fyrir ofan fallsæti.