Brighton tók á móti Tottenham á The American Express Community Stadium í kvöld en leikurinn endaði rétt í þessu.
Leonard Trossard kom heimamönnum yfir á 17. mínútu og var það eina mark leiksins og lokatölur 1-0 fyrir Brighton, stöðutaflan helst óbreitt eftir sigur Brighton en með sigri hefði Tottenham getað komið sér í fimmta sæti deildarinnar.
Harry Kane var sárt saknað fyrir gestina og virkuðu þeir ansi bitlausir fram á við í dag en hann verður frá næsta mánuðinn.