Barcelona mætti Athletic Bilbao á Camp Nou í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld en leiknum lauk rétt í þessu.
Lionel Messi kom Barcelona yfir með mögnuðu marki beint úr aukaspyrnu á 20. mínútu og staðan 1-0 í hálfleik.
Jordi Alba varð fyrir því óhappi að setja boltann í eigið net á 49. mínútu og staðan orðin 1-1, Antoine Griezman kom svo Barcelona í 2-1 forystu eftir að Oscar Mingueza lagði boltann fyrir markið og ekkert eftir nema að pota boltanum inn fyrir Griezman.
Lokatölur 2-1 fyrir Barcelona sem fer upp fyrir Real Madrid en er þó en 10 stigum á eftir toppliði Atlético Madrid sem er með 50 stig á toppinum og leik til góða.
Hægt er að sjá mark Messi hér fyrir neðan.
Might be time for a pay rise for Messi. @LaLigaTV pic.twitter.com/5EMiNd8HAx
— Gary Lineker 💙 (@GaryLineker) January 31, 2021