Southampton tók á móti Aston Villa í 21. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Leikurinn endaði með 1-0 sigri Aston Villa en leikið var á St. Mary’s, heimavelli Southampton.
Eina mark leiksins kom á 41. mínútu. Það skoraði Ross Barkley eftir stoðsendingu frá Jack Grealish.
Sigurinn kemur Aston Villa upp í 8. sæti deildarinnar þar sem liðið er með 32 stig. Southampton er í 11. sæti með 29 stig.
Southampton 0 – 1 Aston Villa
0-1 Ross Barkley (’41)