KR tók á móti Fram í B-riðli Reykjavíkurmóts karla í dag. Leikurinn endaði með 3-0 sigri KR en leikið var á gervigrasvelli félagsins í Vesturbænum.
Oddur Ingi Bjarnason, kom KR yfir með marki á 43. mínútu. Hann var síðan aftur á ferðinni er hann tvöfaldaði forystu liðsins með marki á 54. mínútu.
Oddur fullkomnaði síðan þrennuna og 3-0 sigur KR með marki á 90. mínútu.
KR er eftir leikinn í 2. sæti riðilsins með 6 stig eftir þrjá leiki. Fram er í 4. sæti með 0 stig eftir þrjá leiki
KR 3 – 0 Fram
1-0 Oddur Ingi Bjarnason (’43)
2-0 Oddur Ingi Bjarnason (’54)
3-0 Oddur Ingi Bjarnason (’90)