Real Madrid tók á móti Levante í spænsku úrvalsdeildinni í dag. Leikurinn endaði með 2-1 sigri Levante.
Leikmenn Real Madrid léku nánast einum manni færri allan leikinn. Á 9. mínútu fékk Éder Militao að líta rauða spjaldið fyrir brot.
Það var hins vegar Asensio sem kom Real yfir með marki á 13. mínútu eftir stoðsendingu frá Toni Kroos.
Á 32. mínútu jafnaði Levante með marki frá Morales sem skoraði eftir stoðsendingu frá Miramón.
Það var síðan á 78. mínútu sem Roger Martí tryggði Levante 2-1 sigur með marki eftir stoðsendingu frá Enis Bardhi.
Real Madrid er eftir leik dagsins í 2. sæti deildarinnar með 40 stig, sjö stigum á eftir toppliði Atletico Madrid sem á einnig tvo leiki til góða á Real.
Levante er í 9. sæti með 26 stig.
Real Madrid 1 – 2 Levante
1-0 Asensio (’13)
1-1 Morales (’32)
1-2 Roger Marí (’78)
Rautt spjald: Éder Militao, Real Madrid (‘9)