fbpx
Sunnudagur 09.febrúar 2025
433Sport

Manchester City gerði það sem nágrannar þeirra gerðu ekki – Jafntefli í fallbaráttuslagnum

Aron Guðmundsson
Laugardaginn 30. janúar 2021 16:54

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkrum leikjum var að ljúka í 21. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Manchester City vann 1-0 sigur á Sheffield United. Crystal Palace hafði betur gegn Wolves og jafntefli var niðurstaðan í fallbaráttuslag West Brom og Fulham.

Manchester City tók á móti Sheffield United á Etihad vellinum. Aðeins eitt mark var skorað í leiknum. Það gerði Gabriel Jesus strax á 9. mínútu leiksins eftir stoðsendingu frá Ferrán Torres.

Manchester City er eftir leikinn á toppi deildarinnar með 44 stig. Sheffield United er í neðsta sæti deildarinnar með 8 stig.

Á Selhurst Park, mættust heimamenn í Crystal Palace og Wolves. Leikurinn endaði með 1-0 sigri Crystal Palace, það var Eberechi Eze sem tryggði liðinu sigur með marki á 60. mínútu eftir stoðsendingu frá Jordan Ayew.

Crystal Palace er eftir leikinn í 13. sæti deildarinnar með 26 stig, þremur stigum meira en Wolves sem situr í 14. sæti.

Það var boðið upp á markaleik er West Brom tók á móti Fulham á The Hawthorns í fallbaráttuslag. Bobby Reid kom Fulham yfir með marki á 10. mínútu. Leikmenn West Brom svöruðu með tveimur mörkum frá Kyle Bartley og Matheus Pereira á 47. og 66. mínútu.

Það var hins vegar tími fyrir eitt mark í viðbót því að á 77. mínútu jafnaði Ivan Cavaleiro metin fyrir Fulham og tryggði liðinu eitt stig.

West Brom er eftir leikinn í 19. sæti deildarinnar með 12 stig. Fulham er í 18. sæti með 14 stig.

Manchester City 1 – 0 Sheffield United 
1-0 Gabriel Jesus (‘9)

Crystal Palace 1 – 0 Wolves 
1-0 Eberechi Eze (’60)

West Brom 2 – 2 Fulham 
0-1 Bobby Reid (’10)
1-1 Kyle Bartley (’47)
2-1 Matheus Pereira (’66)
2-2 Ivan Cavaleiro (’77)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Staðfestir að hann verði keyptur endanlega í sumar – ,,Hann mun sýna það“

Staðfestir að hann verði keyptur endanlega í sumar – ,,Hann mun sýna það“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sá umdeildi var ekki mættur á æfingu á föstudag – Ástæðan var persónuleg

Sá umdeildi var ekki mættur á æfingu á föstudag – Ástæðan var persónuleg
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Enginn skilur neitt eftir þessa dómgæslu á Old Trafford í gær – Söknuðu VAR

Enginn skilur neitt eftir þessa dómgæslu á Old Trafford í gær – Söknuðu VAR
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Aron opnar sig um brottrekstur Arnars: Fann til mikillar ábyrgðar – „Einhver deyfð yfir þessu“

Aron opnar sig um brottrekstur Arnars: Fann til mikillar ábyrgðar – „Einhver deyfð yfir þessu“
433Sport
Í gær

Óvænt klásúla í nýjum samningi Cunha – Getur farið næsta sumar

Óvænt klásúla í nýjum samningi Cunha – Getur farið næsta sumar
433Sport
Í gær

Tvöfaldur sigur hjá Bournemouth í janúar

Tvöfaldur sigur hjá Bournemouth í janúar