Framherjinn, Kjartan Henry Finnbogason, hefur rift samningi sínum við danska félagið AC Horsens. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félaginu.
„Við höfum orðið við beiðni Kjartans Henry Finnbogasonar um riftun á samningi hans við félagið,“ segir í yfirlýsingu Horsens.
Kjartan Henry er því án félags en orðrómur hefur verið í gangi um að hann sé að snúa aftur heim til Íslands.
„Ég átti samtal við félagið um að fá samningi mínum rift vegna persónulegra ástæðna. Félagið sýndi mér mikinn skilning. Þetta er erfið ákvörðun að taka vegna þess að mér þykir vænt um félagið en þetta er besta lausnin fyrir alla aðila. Ég við þakka stuðningsmönnum AC Horsens og öllum þeim sem starfa í kringum félagið, fyrir góð ár,“ var meðal þess sem kom fram í útskýringum Kjartans á því afhverju samningi hans var rift.
Kjartan gekk til liðs við Horsens í annað skipti árið 2020. Hann hefur í heildina spilað 139 leiki fyrir félagið og skorað 56 mörk.
Vi har valgt at imødekomme et ønske fra Kjartan Finnbogason om at ophæve kontrakten, og dermed stopper han med øjeblikkelig virkning 💛 #sldk https://t.co/Oyw4YDsnYE pic.twitter.com/gfIKKtIInC
— AC Horsens (@AC_Horsens) January 30, 2021