Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Burnley, hefur framlengt samning sinn við félagið fram til ársins 2023.
Jóhann Berg hefur leikið yfir 100 leiki í ensku úrvalsdeildinni með Burnley og er í miklum metum hjá stuðningsmönnum liðsins eftir að hafa verið hluti af leikmannahópnum sem tryggði félaginu sæti í Evrópukeppni um árið.
Jóhann gekk til liðs við Burnley árið 2016 frá Charlton. Hann hefur skorað 7 mörk fyrir liðið og gefið 19 stoðsendingar.
Penninn var á lofti hjá forráðamönnum Burnley því ásamt Jóhanni Berg, skrifuðu þeir Matt Lowton, Kevin Long og Erik Pieters undir nýja samninga hjá félaginu.
CONTRACTS | Matt Lowton, Johann Berg Gudmundsson, Kevin Long and Eric Pieters extend stays at Turf Moor. ✍️
— Burnley FC (@BurnleyOfficial) January 30, 2021