Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton, er í byrjunarliði liðsins sem tekur á móti Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni í dag. Þetta er 300. leikur Gylfa Þórs í ensku úrvalsdeildinni.
Gylfi hefur í þessum 300 leikjum skorað 63 mörk og gefið 47 stoðsendingar. Gylfi er næst leikjahæstur Íslendinga í ensku úrvalsdeildinni.
Hermann Hreiðarsson er sá íslenski leikmaður sem á flesta leiki í ensku úrvalsdeildinni, hann spilaði á sínum tíma 332 leiki í deildinni.
Fyrsti leikur Gylfa Þórs í ensku úrvalsdeildinni kom þann 15. janúar árið 2012 er hann kom inn af bekknum í liði Swansea City þegar liðið vann 3-2 sigur gegn Arsenal. Gylfi átti stoðsendingu í leiknum.
Fyrsta mark Gylfa í deildinni kom síðan þann 4. febrúar 2012 gegn West Bromwich Albion.