Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir hefur samið við bandaríska liðið Orlando Pride.
Gunnhildur spilaði með Val á síðasta tímabili þar sem hún var á láni frá Utah Royals sem spilar í sömu deild og Orlando Pride.
„Við erum mjög ánægð með að hafa fengið Gunnhildi til liðs við okkur. Reynsla hennar, bæði innan deildarinnar og á alþjóðastigi, ásamt hæfileikum hennar og fjölhæfni mun bæta við annarri vídd í spilamennsku okkar,“ er meðal þess sem þjálfari Orlando Pride, Ian Fleming, hafði að segja um Gunnhildi.
Gunnhildur hefur á sínum ferli spilað með liðum á borð við Stabæl, Valerenga, Val og Stjörnunni þar sem hún lék hvað lengst. Þá á hún að baki 76 A-landsleiki þar sem hún hefur skorað 10 mörk.
NEWS: Orlando Pride Acquires Iceland International Gunny Jónsdóttir and Rights to Erika Tymrak from @KCWoSo. #VamosOrlando
— Orlando Pride (@ORLPride) January 30, 2021