Manchester City vann í dag 1-0 sigur á Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni. Leikið var á Etihad vellinum, heimavelli Manchester City,
Sigurinn var sögulegur fyrir knattspyrnustjóra Manchester City, spánverjan Pep Guardiola en þetta var hans 500. sigur á knattspyrnustjóraferlinum.
Guardiola hefur vanist því að vinna sigra með Barcelona, Bayern Munchen og Manchester City á sínum knattspyrnustjóraferli og vafalaust eiga þeir sigrar eftir að verða mun fleiri.
Manchester City er sem stendur á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 44 stig og freistar þess að verða Englandsmeistari á ný.
Pep Guardiola has won his 500th game across all competitions as a manager of a top-flight European club.
An incredible achievement. 🤯 pic.twitter.com/hsYhudBvIt
— Squawka Football (@Squawka) January 30, 2021