Everton tók á móti Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni í dag. Leikurinn endaði með 2-0 sigri Newcastle. Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Everton og spilaði sinn 300. leik í ensku úrvalsdeildinni.
Callum Wilson kom Newcastle yfir með marki á 73. mínútu eftir stoðsendingu frá Jonjo Shelvey.
Wilson var síðan aftur á ferðinni í uppbótartíma venjulegss leiktíma er hann gulltryggði 2-0 sigur Newcastle með marki á 93. mínútu.
Þetta var fyrsti sigur Newcastle í deildinni síðan 12. desember 2020. Liðið situr eftir leikinn í 16. sæti deildarinnar með 22 stig.
Everton missir af mikilvægum stigum í baráttunni um Evrópusæti. Liðið er í 7. sæti með 33 stig.
Everton 0 – 2 Newcastle United
0-1 Callum Wilson (’73)
0-2 Callum Wilson (’90+3