Chelsea fordæmir rasísk skilaboð sem leikmaður félagsins, Reece James, hefur fengið send á samfélagsmiðlum. James sagði frá því að hann hefði fengið send rasísk skilaboð á samfélagsmiðlinum Instagram.
James, er ekki eini leikmaðurinn á undanförnum dögum sem hefur orðið fyrir aðkasti á samfélagsmiðlum. Fyrr í vikunni sögðu þeir Axel Tuanzebe, Anthony Martial og Romaine Sawyers, frá því að þeim hafi verið send rasísk skilaboð.
„Í íþróttum, líkt og í samfélaginu í heild sinni, verðum við að búa til umhverfi á samfélagsmiðlum þar sem hatursfull orðræða er jafn ólíðandi á netinu líkt á götunni,“ var meðal þess sem stóð í yfirlýsingu sem Chelsea sendi frá sér.
Leikmannasamtök hafa hvatt leikmenn sem verða fyrir barðinu rasískum ummælum á samfélagsmiðlum, að leita réttar síns