Hinn 83 ára gamli Joe Lewis, eigandi Tottenham, er með lúxussnekkju á sínum snærum. Snekkjan er metin á um 113 milljónir punda, það jafngildir rúmum 19,9 milljörðum íslenskra króna.
Lewis býr um borð í snekkjunni og skrifstofa hans er einnig staðsett í henni. Snekkjan er um það bil 97 metrar að lengd.
Meðal þess sem er innanborðs í snekkjunni er tennisvöllur í fullri stærð og er þetta í fyrsta skipti sem slíkur völlur er settur í snekkju.
Joe Lewis lánar einnig knattspyrnustjórum og leikmönnum Tottenham, snekkjuna. Til að mynda fór José Mourinho, knattspyrnustjóri liðsins í ferð til Portúgal á snekkjunni.