Amad Diallo, nýjasti leikmaður Manchester United, lék í dag sinn fyrsta leik í treyju félagsins með varaliðinu í leik gegn Liverpool.
Diallo gekk til liðs við Manchester United frá ítalska liðinu Atalanta fyrr í mánuðinum. Hann var keyptur á um 37 milljónir punda og gerði samning til ársins 2025.
Það tók Diallo aðeins 14. mínútur að skora mark í sínum fyrsta leik í treyju Manchester United. Hann bætti síðan við öðru marki á 74. mínútu úr vítaspyrnu.
Búast má við því að hann verði hluti af aðalliði félagsins þegar fram líða stundir.
Amad Diallo opens the scoring against Liverpool ⭐️ pic.twitter.com/I4gyHYirn4
— utdreport Academy (@utdreportAcad) January 30, 2021