Arsenal goðsögnin, David Seaman, var í viðtali hjá Tómasi Þór Þórðarssyni og Bjarna Þór Viðarssyni, fyrir leik Arsenal og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag.
David Seaman er einn besti markvörður í sögu Arsenal og hann var spurður út í stöðu Rúnars Alex Rúnarssonar sem var fenginn til liðs við Arsenal fyrir tímabilið.
Rúnar gerði afdrifarík mistök í leik með Arsenal gegn Manchester City á dögunum en Seaman vill nú sjá hvernig hann bregst við eftir að hafa gert þessi mistök.
„Hann var nú þegar góður markvörður áður en hann gerði þessi mistök og hann varð ekki lélegur markvörður á einum leik. Sem markvörður áttu eftir að gera mistök, nú vil ég sjá hvernig hann bregst við og hvort að hann geti náð fram sínu besta eftir að hafa gert þessi mistök,“ sagði David Seaman í viðtali í Sjónvarpi Símans.
Þessi upplifun Rúnars geti orðið til þess að hann verði betri markvörður.
„Ef hann getur það (lært af mistökunum), þá verður hann góður markvörður. Þessi mistök munu á endanum vera góður lærdómur fyrir hann,“ sagði David Seaman, fyrrverandi markvörður Arsenal.
„Rúnar Alex varð ekki lélegur markvörður á einum leik,“ sagði David Seaman, goðsögn í lifanda lífi hjá Arsenal, um íslenska landsliðsmarkvörðinn, sem átti ekki góðan dag í deildabikarnum á dögunum. pic.twitter.com/4WSrGJJMhy
— Síminn (@siminn) January 30, 2021