Bayern Munchen átti ekki í vandræðum með Hoffenheim er liðin mættust í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Leikurinn endaði með 4-1 sigri Bayern.
Staðan í hálfleik var 2-1 fyrir Bayern og tvö mörk frá Robert Lewandowski og Serge Gnabry í seinni hálfleik innsigluðu 4-1 sigur liðsins sem er að stinga af í deildinni. Liðið er með tíu stiga forskot á toppi deildarinnar.
Borussia Dortmund vann einnig 3-1 sigur á Augsburg í deildinni í dag. Alfreð Finnbogason var ekki í leikmannahóp Augsburg sem er eftir leikinn í 13. sæti deildarinnar með 22 stig. Dortmund situr í 5. sæti með 32 stig.
Bayern Munchen 4 – 1 Hoffenheim
1-0 Jerome Boateng (’32)
2-0 Thomas Muller (’43)
2-1 Andrej Kramaric (’44)
3-1 Robert Lewandowski (’57)
4-1 Serge Gnabry (’63)
Borussia Dortmund 3 – 1 Augsburg
0-1 André Hahn (’10)
1-1 Thomas Delaney (’26)
2-1 Jadon Sancho (’63)
3-1 Felix Uduokhai (’75)