Arsenal tekur á móti Manchester United í 21. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Pierre-Emerick Aubameyang, fyrirliði liðsins, verður ekki í leikmannahóp Arsenal.
Ástæða fjarveru Aubameyang eru veikindi móður hans. Leikmaðurinn greindi frá ástæðu fjarveru sinnar á dögunum á samfélagsmiðlum.
Þá mun miðjumaðurinn Dani Ceballos, einnig vera fjarverandi vegna meiðsla, rétt eins og Mat Ryan, Pablo Mari. Óvíst er hvort að Kieran Tierney geti tekið þátt í leiknum en ástand hans verður metið seinna í dag.
Arsenal er fyrir leikinn í 9. sæti deildarinnar með 30 stig og hefur ekki tapað leik í deildinni síðan þann 19. desember 2020. Manchester United er í 2. sæti með 40 stig.