Arsenal tekur á móti Manchester United í 21. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Leikurinn hefst klukkan 17:30 og leikið verður á Emirates Stadium, heimavelli Arsenal.
Arsenal er á mikilli siglingu í ensku úrvalsdeildinni um þessar mundir, liðið hefur ekki tapað leik í deildinni frá því þann 19. desember 2020 og hefur klifið jafnt og þétt upp töfluna eftir brösuga byrjun á tímabilinu. Liðið situr sem stendur í 9. sæti deildarinnar með 30 stig.
Arsenal spilar án fyrirliða síns Pierre-Emerick Aubameyang, sem er fjarverandi vegna persónulegra ástæðna. Kieran Tierney og Dani Ceballos eru einnig fjarverandi vegna meiðsla. Þá er nýji leikmaður liðsins, Ödegaard á varamannabekknum.
Byrjunarlið Arsenal:
Leno, Bellerin, Holding, Luiz, Soares, Partey, Xhaka, Pepe, Smith Rowe, Martinelli, Lacazette.
Leikmenn Manchester United vilja eflaust snúa við blaðinu og komast aftur á sigurbraut eftir tap gegn botnliði Sheffield United á heimavelli í síðustu umferð. Liðið þarf á sigri að halda, til þess að halda í við topplið Manchester City. Liðið situr í 2. sæti deildarinnar með 40 stig.
Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, gerir fimm breytingar á sínu liði.
Byrjunarlið Manchester United:
De Gea, Wan-Bissaka, Lindelof, Maguire, Shaw, McTominay, Fred, Pogba, Fernandes, Rashford, Cavani.