Það var gjörsamlega allt á suðupunkti á Ítalíu þegar nágrannaliðið AC Milan og Inter Milan áttust við í ítalska bikarnum og létu Zlatan Ibrahimovic og Romelu Lukaku ljót orð falla og hafa nú verið dæmdir í eins leikja bann fyrir hegðun sína.
„Farðu og gerðu voodoo dótið, litli asni,“ sagði Zlatan og vitnaði þá í umræðu sem kom upp eftir að Lukaku yfirgaf Everton og gekk í raðir Manchester United árið 2017.
Hann hafði þá tjáð forráðamönnum Everton það að hann hefði fengið skilaboð frá voodoo dúkku um að ganga í raðir Chelsea, hann gekk þó á endanum í raðir Manchester United.
Lukaku svaraði fyrir sig „Fjandinn hafi þig og eiginkonu þína, tíkin þín“ sagði Lukaku.
IFF ítalska knattspyrnusambandið dæmdi þá eins leikja bann og rannsaka nú hvort að frekari meining hafi verið í ummælum þeirra og gætu fengið þyngri dóm.
Zlatan and Lukaku are going at it 😳 pic.twitter.com/yMLFI72tiz
— ESPN FC (@ESPNFC) January 26, 2021