Inter Milan er að reyna að losa sig við Alexis Sanchez, aðeins fimm mánuðum eftir að félagið keypti hann frá Manchester United.
Sanchez var á láni hjá Inter á síðustu leiktíð og var ákveðið að fá hann til frambúðar síðasta haust.
Antonio Conte hefur hins vegar lítinn áhuga á að nota Sanchez og hefur hann aðeins byrjað sjö deildarleiki á þessu tímabili.
Ítalskir fjölmiðlar segja að Inter sé að reyna að sannfæra Roma um að skipta á Sanchez og Edin Dzeko.
Sanchez hefur skorað tvö mörk á þessu tímabili en lífið hefur verið erfitt fyrir Sanchez eftir að hann gekk í raðir Manchester United í janúar áirð 2018.
Roma reyndi í gær að skipta á Dzeko og Gabriel Jesus framherja Manchester City en bláa liðið í Manchester hafði engan áhuga á slíkur.