Ole Gunnar Solskjær stjóri Manchester United vildi um langt skeið ekki leggja í bílastæði knattspyrnustjórans á æfingasvæði félagsins.
Bílastæðið er við bygginguna þar sem leikmenn og þjálfarar undirbúa sig undir æfingu, Solskjær fannst ekki rétt að nota stæðið til að byrja með.
Stæðið var lengi vel notað af Sir Alex Ferguson og vildi Solskjær ekki leggja í stæðið. „Það er bara eitthvað rangt við að leggja þarna, þetta er enn stæðið hans Ferguson,“ sagði Solskjær um málið árið 2019.
Solskjær ber mikla virðingu fyrir Ferguson sem var stjóri liðsins um langt skeið og var maðurinn sem trúði og treysti á Solskjær sem leikmenn.
Ensk blöð fjalla svo um málið aftur í dag og þar segir að Solskjær sé byrjaður að nota stæðið, Ed Woodward stjórnarformaður félagsins á að hafa krafist þess. Solskjær væri stjóri liðsins og hann ætti að nota stæðið.