Mauricio Pochettino nýráðinn þjálfari PSG tók þátt í æfingu með liðinu í dag og fór það kannski ekki jafn vel og hann ætlaði sér.
Að öllum líkindum ætlaði hann að sýna ungdómnum hvernig þeir gerðu þetta af gamla skólanum en endaði þannig að Angel Di Maria kantmaður PSG fór illa með grey karlinn, hann „klobbaði“ hann svo illa að hann féll til jarðar leikmönnum liðsins til mikillar skemmtunar.
Myndbandið er mikil skemmtun og hægt að sjá hér fyrir neðan.
https://www.youtube.com/watch?v=YqPVl6EKmiw