Raul Jimenez sóknarmaður Wolves er snúinn aftur til æfinga en leikmaðurinn var frá vegna höfuðkúpubrots sem hann varð fyrir í viðureign Wolves og Arsenal í byrjun tímabils.
Jimenez hefur verið einn besti leikmaður Wolves síðann að hann gekk til liðs við þá og hefur gert 34 mörk fyrir liðið.
Ekki er komin dagsetning á endurkomu hans en líklegt er að hann nái að spila fyrir lok tímabils í maí en leikmaðurinn hefur náð ótrúlegum bata á skömmum tíma.
Nuno Espirito var um tíma hræddur að leikmaðurinn myndi aldrei spila aftur á völlinn í deild þeirra bestu.
„Við erum mjög bjartsýnir með bata hans en hann verður betri með hverjum degi og verður vonandi kominn aftur á völlinn á þessu tímabili “ segir Nuno um Jimenez og endurhæfingu hans.
Jimenez hefur verið á fullu að vinna í endurkomu sinni en myndir sína hann í líkamsræktarstöð Wolves og er einnig hægt að sjá stóran skurð á höfði hans eftir aðgerðina sem hann gekk undir.