Hakim Zieych leikmaður Chelsea hefur ekki en náð að uppfylla þær væntingar sem hafa verið gerðar til hans síðan að hann gekk til liðs við Chelsea frá Ajax síðastliðið sumar.
Engu að síður er tölfræði hans mögnuð enda magnaður leikmaður á ferð sem er mjög fær á boltanum og skorar reglulega og hrekkur hann vonandi í gang á næstunni.
Í þeim 282 leikjum sem að Hakim Zieych hefur leikið á sínum ferli hefur leikmaðurinn gert 95 mörk og lagt upp 123 til viðbótar sem gerir 0.77 mörk/stoðsendingar á leik í samanburð hefur Bruno Fernandes leikmaður Manchester United í 291 leik gert 83 mörk og lagt upp 70 sem gera 0.52 mörk/stoðsendingar í leik.
Bruno Fernandes hefur verið magnaður síðan að hann gekk til liðs við Manchester United fyrir ári en það er spurning hvenær Zieych hrökkvi í gang fyrir Chelsea.