Liverpool er sagt vera að reyna að fá Aaron Long varnarmann New York Red Bulls á láni fram á sumar. Frá þessu segja erlendir fjölmiðlar.
Jurgenn Klopp stjóri Liverpool viðurkennir að hann ætli að reyna að kaupa miðvörð áður en glugginn lokar á mánudag. „Við munum reyna,“ sagði Klopp.
„Við ætlum að reyna en það er ekkert að segja fyrr en eitthvað gerist. Við sjáum til.“
Long er 28 ára gamall fyrirliði landsliðs Bandaríkjanna en West Ham reyndi að kaupa hann á síðasta ári.
Deildin í Bandaríkjunum byrjar ekki fyrr en í apríl og því er Red Bulls opið fyrir því að lána þennan kröftuga varnarmenn.
Joel Matip meiddist í gær gegn Tottenham en fyrir eru Virgil van Dijk og Joe Gomez frá.