fbpx
Sunnudagur 09.febrúar 2025
433Sport

Sjáðu liðið – Bestu kaup janúargluggans

Alexander Máni Curtis
Föstudaginn 29. janúar 2021 21:59

Kaupin á þessum tveimur borguðu sig.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Janúarglugginn er oft þar sem bestu viðskiptin eru gerð og hefur nú verið sett saman lið af bestu leikmönnum sem voru keyptir í janúar.

Liðið er geysisterkt og gæti án efa unnið til einhverja titla en leikmenn á borð við Suarez, Vidic og Van Dijk eru í liðinu.

Í marki er Martin Dubravka markmaður Newcastle en hann kom frá Sparta Prague og hefur verið magnaður í marki Newcastle frá komu sinni, fyrir framan hann eru miðverðirnir Nemanja Vidic fyrrum miðvörður Manchester United og Virgil Van Dijk varnarmaður Liverpool.

Í bakvörðunum eru Patrice Evra fyrrum bakvörður Man Utd og er af mörgum talinn einn besti bakvörður allra tíma en á hinum kantinum er Branislav Ivanovic varnarmaður West Brom en á tíma hans hjá Chelsea var hann einn besti varnarmaður heims.

Á miðjunni eru Ndidi varnarsinnaður miðjumaður Leicester en hann hefur stimplað sig inn sem einn besta miðjumann deildarinnar á síðustu árum þrátt fyrir ungan aldur, fyrir framan hann eru Bruno Fernandes og Philipe Couthino, Couthino kom til Liverpool fyrir aðeins 8 milljónir punda frá Inter á sínum tíma og sló rækilega í gegn í bítlaborginni áður en Barcelona keypti kappann.

Í þriggja manna framlínu má finna Papiss Cisse fyrrum sóknarmann Newcastle en hann og Demba Ba sundurtættu ensku úrvalsdeildina á sínum tíma, Luis Suarez sóknarmaður Atlético Madrid kom til Liverpool frá Ajax fyrir 22 milljónir punda árið 2011 og á tíma sínum á Anfield stimplaði hann sig inn sem einn besta leikmann deildarinnar ef ekki heims og fékk síðan draumasölu til Barcelona eftir HM 2014, síðast en ekki síst er Pierre Emerick Aubameyang framherji Arsenal sem gekk til liðs við Arsenal árið 2018 frá Borussia Dortmund.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Yngsti heimsmeistari sögunnar er vongóður: ,,Ég held við getum unnið“

Yngsti heimsmeistari sögunnar er vongóður: ,,Ég held við getum unnið“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Staðfestir að hann verði keyptur endanlega í sumar – ,,Hann mun sýna það“

Staðfestir að hann verði keyptur endanlega í sumar – ,,Hann mun sýna það“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hefur ekki náð sambandi við Ange til að biðjast afsökunar – ,,Ég hef vissulega reynt“

Hefur ekki náð sambandi við Ange til að biðjast afsökunar – ,,Ég hef vissulega reynt“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Enginn skilur neitt eftir þessa dómgæslu á Old Trafford í gær – Söknuðu VAR

Enginn skilur neitt eftir þessa dómgæslu á Old Trafford í gær – Söknuðu VAR
433Sport
Í gær

Newcastle skellir þessum verðmiða á Isak fyrir sumarið

Newcastle skellir þessum verðmiða á Isak fyrir sumarið
433Sport
Í gær

Óvænt klásúla í nýjum samningi Cunha – Getur farið næsta sumar

Óvænt klásúla í nýjum samningi Cunha – Getur farið næsta sumar