Brasilíski miðjumaðurinn Oscar, fyrrverandi leikmaður Chelsea, vill snúa aftur til félagsins áður en hann bindur enda á knattspyrnuferil sinn.
Oscar er aðeins 29 ára gamall. Hann hefur undanfarin ár spilað með Shanghai SIPG í Kína en var á mála hjá Chelsea á árunum 2012-2017.
„Ég er ekki að hugsa um það núna að yfirgefa Kína. En hinn fullkomni endir á knattspyrnuferlinum væri endurkoma til Chelsea. Ég bjó til fallega sögu þar og spilaði í ensku úrvalsdeildinni mjög ungur að árum, á þeim tíma treystu stuðningsmenn liða brasilískum leikmönnum eins mikið. Ég hjálpaði til við að breyta því. Ég tel að það sé ennþá pláss fyrir mig hjá Chelsea,“ sagði Oscar í viðtali.
Hjá Chelsea á sínum tíma, spilaði Oscar 203 leiki, skoraði 38 mörk og gaf 27 stoðsendingar. Hann var í fimm ár hjá félaginu og spilaði fyrir fimm mismunandi knattspyrnustjóra á þeim tíma, varð enskur meistari í tvígang, vann Evrópudeildina og deildarbikarinn.