Taka þurfti fótinn af Rodrigo Alain Cuevas, framherja Mexíkóska liðsins Ciervos Chalcho FC, vegna þriðja stigs bruna sem hann hlaut eftir mikið raflost á heimili sínu. ESPN greindi frá.
Covid-19 faraldurinn hafði mikil áhrif á þá meðhöndlun sem leikmaðurinn fékk eftir að hafa hlotið brunann.
„Ekkert af sjúkrahúsunum í Mexíkóborg gat tekið við mér vegna þess að þau voru yfirfull af Covid-19 sjúklingum,“ sagði Cuevas en hann var fluttur á sjúkrahús í Culiacan, nærliggjandi borg.
Cuevas greindi frá þessum tíðindum á samfélagsmiðlum. Læknar tjáðu honum að taka þyrfti fótinn af honum, annars ætti hann á hættu á að geta látið lífið vegna alvarlegrar sýkingar.
„Á þessari stundu flugu ótal hlutir í kollinn á mér. Ég hugsaði með mér að nú þyrfti ég að hætta leika knattspyrnu og ég hugsaði um allar þær fórnir sem ég hef þurft að færa til að geta leikið knattspyrnu sem atvinnumaður,“ skrifaði Cuevas á Facebook.
Cuevas, tók sjálfur ákvörðunina um að láta taka af sér fótinn. Hann segist hafa lært mikilvæga lexíu, að þrátt fyrir að maður elski að gera eitthvað, þá megi maður ekki meta það ofar lífinu.
Bueno, primero que nada no se ni como comenzar para contarles lo que me paso, pero ahí va.
Bueno como la mayoría de…
Posted by Alain Cuevas on Tuesday, January 26, 2021