Dagný Brynjarsdóttir, skrifaði í dag undir eins og hálfs árs samning við enska félagið West Ham United. Hún gengur til liðs við félagið frá Selfossi.
Það sem gerir félagsskiptin enn skemmtilegri er sú staðreynd að Dagný hefur alla tíð verið mikill stuðningsmaður West Ham.
„Það er draumur að rætast að ganga til liðs við félagið sem ég hef stutt allt mitt líf. Liðsfélagar mínir og starfsliðið hafa tekið vel á móti mér og mér líður strax eins og heima hjá mér,“ sagði Dagný eftir að hafa skrifað undir samning við West Ham.
Dagný birti einnig færslu á samfélagsmiðlum í dag þar sem hún segist þakklát og spennt fyrir tækifærinu á að spila fyrir félagið sem hún hefur alltaf stutt. Með færslunni birtir hún myndir af sér úr æsku sem undirstrika það hversu mikil ást hennar er á félaginu.
View this post on Instagram