Cristiano Ronaldo leikmaður Juventus og unnusta hans Georgina Rodriguez eiga von á sekt frá yfirvöldum á Ítalíu. Þau brutu reglur er varðar ferðalög á Ítalíu vegna COVID-19.
Georgina fagnaði 27 ára afmæli sínu í gær en hún og Ronaldo fóru á skíði Valle D’Aosta sem er í öðru héraði en þau búa í.
Bannað er að ferðast á milli landshluta á Ítalíu vegna COVID-19 veirunnar. Parið skellti sér í tveggja daga skíðaferð en Ronaldo fékk frí frá bikarleik Juventus gegn SPAL.
Þau birtu myndir á samfélagsmiðlum en tóku þær fljótlega niður, þegar þeim var bent á að þau væru að brjóta reglur.
Ronaldo á von á 400 evru sekt en það tekur hann sléttar sjö mínútur að vinna inn fyrir henni hjá Juventus, þar þénar hann 30 milljónir evra á ári.