fbpx
Sunnudagur 09.febrúar 2025
433Sport

Lingard á leið til West Ham – Mörg lið höfðu áhuga

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 28. janúar 2021 21:09

Jesse Lingard. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jesse Lingard, miðjumaður Manchester United, mun ganga til liðs við West Ham United á lánssamningi út tímabilið. The Athletic greinir frá.

Lingard hefur ekki verið í náðinni hjá Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóra Manchester United og fær því tækifæri til að spreyta sig undir fyrrum stjóra félagsins, David Moyes, hjá West Ham.

Talið er að Moyes hafi lagt mikið upp úr því að reyna fá fyrrum leikmann sinn frá Manchester United. Einnig hefur West Ham vantað annan sókndjarfann leikmann eftir að framherjinn Sebastian Haller, gekk til liðs við hollenska liðið Ajax fyrr í mánuðinum.

Talið er að Sheffield United, Newcastle United og West Brom, hafi öll haft áhuga á að fá Lingard til liðs við sig en West Ham virðist ætla hreppa leikmanninn.

Samningur Lingard við Manchester United rennur út árið 2022. Vonir standa til að Lingard nái að festa sig í sessi hjá West Ham svo Manchester United geti selt hann að tímabilinu loknu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Yngsti heimsmeistari sögunnar er vongóður: ,,Ég held við getum unnið“

Yngsti heimsmeistari sögunnar er vongóður: ,,Ég held við getum unnið“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Staðfestir að hann verði keyptur endanlega í sumar – ,,Hann mun sýna það“

Staðfestir að hann verði keyptur endanlega í sumar – ,,Hann mun sýna það“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hefur ekki náð sambandi við Ange til að biðjast afsökunar – ,,Ég hef vissulega reynt“

Hefur ekki náð sambandi við Ange til að biðjast afsökunar – ,,Ég hef vissulega reynt“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Enginn skilur neitt eftir þessa dómgæslu á Old Trafford í gær – Söknuðu VAR

Enginn skilur neitt eftir þessa dómgæslu á Old Trafford í gær – Söknuðu VAR
433Sport
Í gær

Newcastle skellir þessum verðmiða á Isak fyrir sumarið

Newcastle skellir þessum verðmiða á Isak fyrir sumarið
433Sport
Í gær

Óvænt klásúla í nýjum samningi Cunha – Getur farið næsta sumar

Óvænt klásúla í nýjum samningi Cunha – Getur farið næsta sumar