fbpx
Sunnudagur 09.febrúar 2025
433Sport

Lampard sendi Tuchel skilaboð – „Ég ber mikla virðingu fyrir honum“

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 28. janúar 2021 18:45

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Thomas Tuchel, nýráðinn knattspyrnustjóri Chelsea, greindi frá því á blaðamannafundi í dag að hann hefði fengið skilaboð frá forvera sínum í starfi, Frank Lampard.

Frank Lampard, er goðsögn hjá Chelsea eftir að hafa starfað þar bæði sem leikmaður og knattspyrnustjóri. Tuchel segist skilja vonbrigði sumra stuðningsmanna félagsins með brottrekstur Lampard.

„Ég geri ráð fyrir því að þetta séu stór vonbrigði fyrir stuðningsmenn að sjá Frank Lampard sagt upp störfum. Ég ber mikla virðingu fyrir honum og var mikill aðdáandi hans þegar hann var leikmaður. Það var hrein unun að horfa á hann spila,“ sagði Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea um Lampard.

Tuchel greindi frá því að hann hafi fengið skilaboð frá Lampard eftir að hann tók við störfum sem knattspyrnustjóri Chelsea.

„Ég fékk persónuleg skilaboð frá honum í morgun þar sem hann óskaði mér alls hins besta og að við gætum hist í framtíðinni þegar aðstæður leyfa,“ sagði Tuchel.

Tuchel stýrði sínum fyrsta leik sem knattspyrnustjóri Chelsea í gær er liðið gerði markalaust jafntefli á heimavelli gegn Wolves.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Yngsti heimsmeistari sögunnar er vongóður: ,,Ég held við getum unnið“

Yngsti heimsmeistari sögunnar er vongóður: ,,Ég held við getum unnið“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Staðfestir að hann verði keyptur endanlega í sumar – ,,Hann mun sýna það“

Staðfestir að hann verði keyptur endanlega í sumar – ,,Hann mun sýna það“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hefur ekki náð sambandi við Ange til að biðjast afsökunar – ,,Ég hef vissulega reynt“

Hefur ekki náð sambandi við Ange til að biðjast afsökunar – ,,Ég hef vissulega reynt“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Enginn skilur neitt eftir þessa dómgæslu á Old Trafford í gær – Söknuðu VAR

Enginn skilur neitt eftir þessa dómgæslu á Old Trafford í gær – Söknuðu VAR
433Sport
Í gær

Newcastle skellir þessum verðmiða á Isak fyrir sumarið

Newcastle skellir þessum verðmiða á Isak fyrir sumarið
433Sport
Í gær

Óvænt klásúla í nýjum samningi Cunha – Getur farið næsta sumar

Óvænt klásúla í nýjum samningi Cunha – Getur farið næsta sumar