Það hefur vakið nokkra athygli að Chelsea skuli hafa ákveðið að reka Frank Lampard úr starfi knattspyrnustjóra í vikunni. Lampard sem var á sínu öðru tímabili með liðið var að búa til nýtt lið, miklar breytingar höfðu átt sér stað.
Roman Abramovich eigandi Chelsea er ekki þekktur fyrir mikla þolinmæði og slakt gengi síðustu vikur varð til þess að Lampard var rekinn.
E árangur Lampard er skoðaður í samanburði við aðra stjóra kemur hann ágætlega út, ef byrjun Jurgen Klopp hjá Liverpool er skoðuð í sama samhengi kemur margt áhugavert í ljós.
Lampard stýrði Chelsea í 84 leikjum og ef fyrstu 84 leikir Klopp hjá Liverpool eru skoðaðir, vann Lampard fleiri leiki.
Lampard vann 44 af 84 leikjum sínum en Klopp vann 41 af fyrstu 84 leikjum sínum hjá Liverpool. Tölfræði um þetta er hér að neðan en The Sun tók saman.