Tony Adams, fyrrverandi fyrirliði Arsenal, er undrandi á komu nokkurra leikmanna til félagsins á undanförnu. Til að mynda komu Willian til félagsins á frjálsri sölu frá Chelsea fyrir tímabilið.
„Afhverju hafa þeir fengið hann til liðsins? Ef það er bara ætlunin að fá hann til að fylla upp í leikmannahópinn af því hann er með smá reynslu, hvert ertu að fara með svolleiðis ákvörðunum?“ sagði Tony Adams í viðtali hjá Stadium Astro.
Hinn 32 ára Willian, fékk þriggja ára samning hjá liðinu og hefur ekki náð að sína sínar bestu hliðar á þessu tímabili. Hann heufr spilað 21 leik með Arsenal, gefið 3 stoðsendingar og á enn eftir að skora mark.
Adams hefur oftar en einu sinni látið heyra í sér varðandi leikmenn sem hafa gengið til liðs við Arsenal. Hann er efins um Edu, tæknilegan ráðgjafa félagsins, sem hefur yfirumsjón með leikmannakaupum.
„Ég hef oft látið í mér heyra varðandi þetta. Edu er óreyndur og félagið reiðir sig að miklu leyti á umboðsmenn til að fá leikmenn til félagsins. Allt í einu ertu kominn með leikmenn á borð við Willian og Cedric Soares sem eru með sama umboðsmanninn,“ sagði Tony Adams.
Adams er þó sáttur við ákvörðunina að treysta meira á ungu leikmenn félagsins eins og hefur verið gert í undanförnum leikjum.
„Við erum með marga unga leikmenn sem eru að koma upp, ekki kaupa þessa leikmenn,“ sagði Tony Adams, fyrrverandi fyrirliði Arsenal.