fbpx
Mánudagur 10.febrúar 2025
433Sport

Tók Guðlaug Victor aðeins 10 sekúndur að fá gula spjaldið – Sverrir spilaði allan leikinn í tapi gegn toppliðinu

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 27. janúar 2021 19:37

Guðlaugur Victor í leik með Darmstadt / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkrir Íslendingar hafa lokið leik í evrópska boltanum í kvöld. 

Sverrir Ingi Ingason, var í byrjunarliði PAOK sem tapaði 3-0 fyrir toppliði Olympiakos í grísku úrvalsdeildinni í kvöld. Öll mörk Olympiakos komu í seinni hálfleik, Sverrir Ingi spilaði allan leikinn. PAOK er eftir leikinn í 4. sæti deildarinnar með 36 stig eftir 19 leiki.

Theodor Elmar Bjarnason, kom inn á 71. mínútu í liði Lamia sem vann 1-0 sigur á Apollon Smirnis í grísku úrvalsdeildinni. Eina mark leiksins kom á 13. mínútu. Lamia er eftir leikinn í 13. sæti deildarinnar með 10 stig.

Í Hollandi var Albert Guðmundsson í byrjunarliði AZ Alkmaar sem tapaði 1-0 fyrir FC Utrecht á heimavelli. Albert spilaði 72 mínútur í leiknum. AZ situr í 4. sæti deildarinnar með 37 stig eftir 19 leiki.

Í Þýskalandi kom Guðlaugur Victor Pálsson inn á 89. mínútu í liði Darmstadt sem vann 2-1 sigur á Sandhausen í þýsku B-deildinni. Darmstadt lenti undir í leiknum en náði að snúa leiknum sér í vil. Það tók Guðlaug Victor ekki langan tíma að gera sig gildandi í leiknum en hann fékk gula spjaldið aðeins 10 sekúndum eftir að hafa komið inn á. Darmstadt situr í 12. sæti deildarinnar með 21 stig eftir 18 leiki.

Grikkland:
Olympiakos 3 – 0 PAOK 

1-0 Youssef El Arabi (’50)
2-0 Mady Camara (’77)
3-0 Marios Vrushai (’89)

Lamia 1 – 0 Apollon Smirnis 
1-0 Anastasios Karamanos (’13)

Holland: 
AZ Alkmaar 0 – 1 FC Utrecht 

0-1 Sander van de Streek (’69)

Þýskaland:
Darmstadt 98 2 – 1 Sandhausen
0-1 Aleksandr Zhirov (‘1)
1-1 Marvin Mahlem (’36)
2-1 Marvin Mahlem (’48)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Allt sem Ronaldo segir í viðtölum er satt

Allt sem Ronaldo segir í viðtölum er satt
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Jafnaði ótrúlegt met um helgina – Ósigrandi á útivelli

Jafnaði ótrúlegt met um helgina – Ósigrandi á útivelli
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ummæli Guardiola vekja athygli: ,,Velkominn í ensku úrvalsdeildina“

Ummæli Guardiola vekja athygli: ,,Velkominn í ensku úrvalsdeildina“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Búinn að skora jafnmörg mörk hjá nýja liðinu og hann gerði á tveimur tímabilum í Manchester

Búinn að skora jafnmörg mörk hjá nýja liðinu og hann gerði á tveimur tímabilum í Manchester
433Sport
Í gær

Staða landsliðsins skoðuð – „Við eigum meiri möguleika með Arnar“

Staða landsliðsins skoðuð – „Við eigum meiri möguleika með Arnar“
433Sport
Í gær

Lengjubikarinn: Patrick með þrennu fyrir Val – Blikum mistókst að vinna

Lengjubikarinn: Patrick með þrennu fyrir Val – Blikum mistókst að vinna
433Sport
Í gær

Ummæli fyrrum leikmanns Arsenal vekja athygli – Telur að stuðningsmenn muni láta Arteta heyra það

Ummæli fyrrum leikmanns Arsenal vekja athygli – Telur að stuðningsmenn muni láta Arteta heyra það
433Sport
Í gær

Aron viðurkennir að hafa ætlað sér stærri hluti – „Það er mesta pressan þarna, það er bara staðreynd“

Aron viðurkennir að hafa ætlað sér stærri hluti – „Það er mesta pressan þarna, það er bara staðreynd“