Þá með sanni segja að Alfredo Morelos, leikmaður Rangers, hafi sloppið með skrekkinn í leik Hibernian og Rangers í skosku úrvalsdeildinni í kvöld.
Á 20. mínútu traðkaði hann á andstæðingi sínum í baráttu um boltann. Morelos hefur verið þekktur fyrir hörku í leik sínum og var til að mynda rekinn fimm sinnum af velli tímabilið 2018-2019 með Rangers.
„Þetta hefði auðveldlega geta verið rautt spjald,“ sagði lýsandi leiksins á Sky Sports
Not even booked… pic.twitter.com/KHmEL62igw
— SPFL Pish (@stramashing) January 27, 2021