fbpx
Föstudagur 17.janúar 2025
433Sport

Raggi Sig kom mörgum á óvart – Þetta er besti þjálfarinn af ferli hans

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 27. janúar 2021 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Sigurðsson landsliðsmaður í knattspyrnu er mættur til Úkraínu og er spenntur fyrir nýrri áskorun á ferli sínum. Miðvörður­inn sem er 34 ára gam­all, skrifaði und­ir samn­ing sem gild­ir út tíma­bilið Rukh Vynnyky frá borg­inni Lviv. Liðið leikur í efstu deild þar í landi.

Ragnar yfirgaf FC Kaupmannahöfn á dögunum en þar hafði hann leikið í tæpt ár, þetta var í annað sinn sem þessi öflugi varnarmaður spilar fyrir félagið.

Ragnar svaraði spurningum stuðningsmanna sinna á Instagram í gær og mátti sjá mörg skemmtilega og áhugaverð svör. Eitt af þeim var þegar Ragnar var spurður að því, hver væri besti þjálfarinn á ferli hans.

„Hef haft marga góða þjálfara og þeir eru allir mismunandi á sinn hátt, hingað til er það samt Erik Hamren sem er númer eitt hjá mér,“ sagði Ragnar.

Hamren fékk Ragnar til að snúa aftur í landsliðið eftir að hann hafði ákvað að hætta að leika fyrir Ísland eftir Heimsmeistaramótið í Rússlandi. Hamren lét af störfum í nóvember eftir tvö ár í starfi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Segir að Víkingur spili heimaleik sinn í Finnlandi

Segir að Víkingur spili heimaleik sinn í Finnlandi
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Solskjær búinn að landa nýju starfi

Solskjær búinn að landa nýju starfi
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Allegri að landa starfi í Sádí

Allegri að landa starfi í Sádí
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Forsetinn í klípu – Sendi typpamynd er hann var í fríii með eiginkonu og börnum

Forsetinn í klípu – Sendi typpamynd er hann var í fríii með eiginkonu og börnum
Sport
Í gær

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Í hvaða Mikka Mús riðli erum við eiginlega?“

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Í hvaða Mikka Mús riðli erum við eiginlega?“
Sport
Í gær

Afskaplega auðvelt fyrir Strákana okkar í fyrsta leik

Afskaplega auðvelt fyrir Strákana okkar í fyrsta leik
433Sport
Í gær

Davíð Snorri mun starfa með Arnari – Aðeins ein breyting gerð á teyminu

Davíð Snorri mun starfa með Arnari – Aðeins ein breyting gerð á teyminu
Sport
Í gær

Aron útilokar ekki gleðitíðindi

Aron útilokar ekki gleðitíðindi