Ragnar Sigurðsson landsliðsmaður í knattspyrnu er mættur til Úkraínu og er spenntur fyrir nýrri áskorun á ferli sínum. Miðvörðurinn sem er 34 ára gamall, skrifaði undir samning sem gildir út tímabilið Rukh Vynnyky frá borginni Lviv. Liðið leikur í efstu deild þar í landi.
Ragnar yfirgaf FC Kaupmannahöfn á dögunum en þar hafði hann leikið í tæpt ár, þetta var í annað sinn sem þessi öflugi varnarmaður spilar fyrir félagið.
Ragnar svaraði spurningum stuðningsmanna sinna á Instagram í gær og mátti sjá mörg skemmtilega og áhugaverð svör. Eitt af þeim var þegar Ragnar var spurður að því, hver væri besti þjálfarinn á ferli hans.
„Hef haft marga góða þjálfara og þeir eru allir mismunandi á sinn hátt, hingað til er það samt Erik Hamren sem er númer eitt hjá mér,“ sagði Ragnar.
Hamren fékk Ragnar til að snúa aftur í landsliðið eftir að hann hafði ákvað að hætta að leika fyrir Ísland eftir Heimsmeistaramótið í Rússlandi. Hamren lét af störfum í nóvember eftir tvö ár í starfi.