fbpx
Mánudagur 10.febrúar 2025
433Sport

Manchester United tapaði á móti neðsta liði deildarinnar – Everton og Leicester gerðu jafntefli

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 27. janúar 2021 22:10

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þremur leikjum lauk í kvöld í ensku úrvalsdeildinni. Manchester United mistókst að endurheimta toppsæti deildarinnar og tapaði óvænt fyrir Sheffield United. Þá gerði Everton jafntefli við Leicester, Brighton og Fulham skildu einnig jöfn.

Manchester United tók á móti Sheffield United á Old Trafford.

Kean Bryan kom Sheffield United yfir með marki á 23. mínútu eftir stoðsendingu frá John Fleck.

Harry Maguire, jafnaði leikinn fyrir Manchester United með marki á 64. mínútu eftir stoðsendingu frá Alex Telles.

Leikmenn Sheffield United neituðu hins vegar að leggja árar í bát. Oliver Burke tryggði liðinu sigur með marki á 74. mínútu eftir stoðsendingu frá John Lundstram.

Heldur betur óvæntur sigur Sheffield sem er eftir leikinn í neðsta sæti deildarinnar með 8 stig. Manchester United er í 2. sæti með 40 stig.

Everton tók á móti Sheffield United á Goodison Park. Gylfi Þór Sigurðsson var á meðal varamanna Everton en kom inn á 85. mínútu. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli

James Rodriguez kom Everton yfir með marki á 30. mínútu. Þannig stóðu leikar allt þar til á 67. mínútu þegar að Youri Tielemans jafnaði leikinn fyrir Leicester City.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum. Leicester er í 3. sæti deildarinnar með 39 stig, Everton er í 7. sæti með 33 stig.

Brighton tók á móti Fulham á heimavelli sínum AMEX Stadium. Leikurinn endaði með markalausu jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið. Brighton er í 17. sæti með 18 stig. Fulham er í 18. sæti með 13 stig.

Manchester United 1 – 2 Sheffield United 
0-1 Kean Bryan (’23)
1-1 Harry Maguire (’64)
1-2 Oliver Burke (’74)

Everton 1 – 1 Leicester City 
1-0 James Rodríguez (’30)
1-1 Youri Tielemans (’67)

Brighton 0 – 0  Fulham 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Allt sem Ronaldo segir í viðtölum er satt

Allt sem Ronaldo segir í viðtölum er satt
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Jafnaði ótrúlegt met um helgina – Ósigrandi á útivelli

Jafnaði ótrúlegt met um helgina – Ósigrandi á útivelli
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ummæli Guardiola vekja athygli: ,,Velkominn í ensku úrvalsdeildina“

Ummæli Guardiola vekja athygli: ,,Velkominn í ensku úrvalsdeildina“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Búinn að skora jafnmörg mörk hjá nýja liðinu og hann gerði á tveimur tímabilum í Manchester

Búinn að skora jafnmörg mörk hjá nýja liðinu og hann gerði á tveimur tímabilum í Manchester
433Sport
Í gær

Staða landsliðsins skoðuð – „Við eigum meiri möguleika með Arnar“

Staða landsliðsins skoðuð – „Við eigum meiri möguleika með Arnar“
433Sport
Í gær

Lengjubikarinn: Patrick með þrennu fyrir Val – Blikum mistókst að vinna

Lengjubikarinn: Patrick með þrennu fyrir Val – Blikum mistókst að vinna
433Sport
Í gær

Ummæli fyrrum leikmanns Arsenal vekja athygli – Telur að stuðningsmenn muni láta Arteta heyra það

Ummæli fyrrum leikmanns Arsenal vekja athygli – Telur að stuðningsmenn muni láta Arteta heyra það
433Sport
Í gær

Aron viðurkennir að hafa ætlað sér stærri hluti – „Það er mesta pressan þarna, það er bara staðreynd“

Aron viðurkennir að hafa ætlað sér stærri hluti – „Það er mesta pressan þarna, það er bara staðreynd“