Tveimur leikjum er lokið í 20. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Jóhann Berg spilaði í 3-2 sigri Burnley á Aston Villa og Chelsea gerði markalaust jafntefli við Wolves í fyrsta leik sínum undir stjórn Thomas Tuchel.
Chelsea tók á móti Wolves á heimavelli sínum, Stamford Bridge í Lundúnum. Þetta var fyrsti leikur Chelsea undir stjórn þjóðverjans Thomas Tuchel sem tók við liðinu af Frank Lampard.
Það er skemmst frá því að segja að ekkert mark var skorað í leiknum. Chelsea er eftir leikinn í 8. sæti deildarinnar með 30 stig. Wolves er í 13. sæti með 23 stig.
Burnley tók á móti Aston Villa á heimavelli sínum, Turf Moor. Jóhann Berg kom inn á 60. mínútu í liði Burnley.
Ollie Watkins kom Aston Villa yfir með marki á 14. mínútu eftir stoðsendingu frá Matt Targett. Þetta reyndist eina markið sem var skoraði í fyrri hálfleik.
Á 52. mínútu jafnaði Ben Mee, metin fyrir Burnley með marki eftir stoðsendingu frá Ashley Westwood.
Jack Grealish tók sig til og kom Aston Villa aftur yfir með marki á 68. mínútu en aðeins átta mínútum síðar var Dwight McNeil búinn að jafna leikinn fyrir Burnley.
Sigurmark leiksins kom á 79. mínútu. Þar var að verki Chris Wood sem tryggði Burnley stigin þrjú með marki eftir stoðsendingu frá Dwight McNeil.
Burnley er eftir leikinn í 15. sæti deildarinnar með 22 stig. Aston Villa er í 10. sæti með 29 stig.
Chelsea 0 – 0 Wolves
Burnley 3 – 2 Aston Villa
0-1 Ollie Watkins (’14)
1-1 Ben Mee (’52)
1-2 Jack Grealish (’68)
2-2 Dwight McNeil (’76)
3-2 Chris Wood (’79)