Japanski landsliðsmaðurinn, Shinji Kagawa hefur samið við PAOK í Grikklandi til eins og hálfs árs. Hann kemur á frjálsri sölu eftir að hafa verið atvinnulaus í hálft ár.
Hjá PAOK er íslenski varnarjaxlinn, Sverrir Ingi Ingason lykilmaður og hefur hann spilað vel í ár.
Kagawa er aðeins 31 árs gamall en hann var síðast á mála hjá Real Zaragoza á Spáni, hann lét af störfum þar síðasta haust.
Kagawa var í herbúðum Manchester United frá 2012 til 2014 en miklar væntingar voru gerðar til hans, hann stóð ekki undir þeim og fór aftur til Borussia Dortmund.
Kagawa hefur spilað 97 landsleiki fyrir Japan en PAOK er í fjórða sæti úrvalsdeildarinnar í Grikklandi.