Það má með sanni segja að dagurinn hafi verið viðburðaríkur hjá Jóhanni Berg Guðmundssyni, leikmanni Burnley og íslenska landsliðsins.
Hann eignaðist son í morgun og lék með Burnley gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í kvöld í leik sem endaði með sigri Burnley.
„Sonur minn fæddist í morgun og þrjú stig í kvöld, þvílíkur dagur í dag,“ skrifaði Jóhann Berg við færslu sem hann birti á Instagram í kvöld.
Þetta er annað barn Jóhanns Bergs og unnustu hans Hólmfríðar Björnsdóttur.
View this post on Instagram