Pierre-Emerick Aubameyang, fyrirliði Arsenal, hefur gefið upp ástæðuna fyrir því að hann hefur verið fjarverandi í síðustu leikjum félagsins. Ástæðan eru veikindi móður hans.
Aubameyang, þurfti að draga sigur úr leikmannahóp Arsenal fyrir leik liðsins gegn Southampton í enska bikarnum á dögunum eftir að móðir hans veiktist skyndilega. Hann var einnig fjarverandi í deildarleik liðsins gegn Southampton í gær.
Leikmaðurinn sendi frá sér yfirlýsingu á samfélagsmiðlinum Twitter í dag þar sem hann útskýrir þessa fjarveru sína.
Móðir leikmannsins er nú á batavegi og Aubameyang er á leiðinni aftur til Lundúna. Hann kemur á framfæri þökkum til lækna og hjúkrunarfræðinga sem önnuðust móður hans en einnig til „Arsenal fjölskyldunnar“ en leikmenn og starfslið Arsenal tileinkuðu Aubameyang og fjölskyldu hans sigurinn sem vannst á Southampton í gær.
— AUBA⚡️ (@Aubameyang7) January 27, 2021